Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 22. júlí 2018 05:55
Gunnar Logi Gylfason
Ísland í dag - Spilar Ólafur Ingi sinn fyrsta leik með Fylki síðan 2003?
Ólafur Ingi og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Ólafur Ingi og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fullt af fótboltaleikjum fara fram á Íslandi á morgun, þar af fimm leikir í Pepsi-deild karla.

Fyrsti leikurinn er viðureign Fjölnis og ÍBV á Extra vellinum í Grafarvogi. Þar er um að ræða fallbaráttuslag en bæði lið erum með 12 stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Valsmenn fá Víking í heimsókn en Íslandsmeistararnir duttu út úr umspili fyrir Meistaradeild Evrópu á dögunum á dramatískan hátt þar sem dómarinn var í aðalhlutverki. Víkingur er í 5. sæti eftir þrjá sigurleiki í röð. Valsmenn eru jafnir Stjörnunni á toppnum.

Stjarnan mætir KR í Vesturbænum klukkan 17:00, Stjarnan er, eins og fyrr segir, á toppnum. KR er hins vegar í 6. sæti.

Á sama tíma hefst leikur KA og Fylkis fyrir norðan. KA er í 8. sæti með 15 stig en Fylkismenn í því 11. með 11 stig eftir fjögur töp í röð. Ólafur Ingi Skúlason gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Fylkismenn.

Í loka leik dagsins í deildinni er stórleikur Breiðabliks og FH en liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Í Pepsi deild kvenna fara Íslandsmeistararnir að norðan í borgarferð og mæta HK/Víking. Gestgjafarnir hafa unnið síðustu 3 leiki og má því búast við hörkuleik.

Þá mætast Víkingur Ó. og ÍR á Ólafsvíkurvelli í Inkasso-deild karla. Ólafsvíkingar geta, með sigri, komist upp í 2. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eru í því næst neðsta.

Einnig er leikið í 2. deild karla og kvenna auk 3. deildar karla.

sunnudagur 22. júlí

Pepsi-deild karla
14:00 Fjölnir-ÍBV (Extra völlurinn)
16:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)
17:00 KR-Stjarnan (Alvogenvöllurinn)
17:00 KA-Fylkir (Akureyrarvöllur)
19:15 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)

Pepsi-deild kvenna
16:00 HK/Víkingur-Þór/KA (Víkingsvöllur)

Inkasso deildin - 1. deild karla
16:00 Víkingur Ó.-ÍR (Ólafsvíkurvöllur)

2. deild karla
14:00 Vestri-Leiknir F. (Olísvöllurinn)
14:00 Fjarðabyggð-Kári (Eskjuvöllur)

3. deild karla
16:30 Dalvík/Reynir-Sindri (Dalvíkurvöllur)

2. deild kvenna
13:00 Einherji-Hvíti riddarinn (Vopnafjarðarvöllur)
Athugasemdir
banner
banner