Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 22. júlí 2018 21:43
Egill Sigfússon
Óli Kristjáns: Castillion er í Hollandi, er að verða faðir
Óli var alls ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld
Óli var alls ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
FH tapaði 4-1 fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld í 13. umferð Pepsí-deildar karla. Ólafur Kristjánsson þjálfari FH sagði spilamennskuna alls ekki nógu góða og var að vonum ósáttur við að tapa svona mikilvægum leik með þremur mörkum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Það segir sig sjálft að þegar þú tapar 4-1 er spilamennskan ekki nægilega góð, það er ekki hægt að týna til eitthvað sem er gott þegar þú færð svona skell."

Gunnleifur Gunnleifsson markmaður Breiðabliks átti stórkostlegan leik og Ólafur hrósaði honum í hástert og sagði hann ástæðu þess að þeir skoruðu ekki fleiri mörk.

„Við eigum í byrjun frábært skot sem Gulli ver. Þegar við erum að reyna enn og aftur að setja á þá er elsti og ef ekki besti markmaðurinn í deildinni frábær í rammanum og heldur þeim inn í leiknum."

FH er búið að fá á sig 10 mörk eftir föst leikatriði í sumar og eftir að þeir fengu á sig annað markið þá var liðið afskaplega opið að sögn Ólafs.

„Við fáum á okkur tíunda markið í sumar úr föstu leikatriði og eftir það var orðið rosalega einfalt fyrir þá að fara í gegnum okkur sem mér fannst mjög fúlt."

Geoffrey Castillion var ekki í leikmannahópi FH í kvöld og eru háværar sögusagnir um að hann sé á leið aftur til Víkings. Ólafur sagði frá því að Geoffrey sé að verða faðir og fékk frí til að fara heim og vera viðstaddur fæðinguna en útilokaði ekki að hann væri á förum.

„Geoffrey er í Hollandi núna þar sem á að setja konuna hans á stað á mánudag eða þriðjudag og hann fékk leyfi til að fara og vera viðstaddur, þess vegna var hann ekki með í dag. Svo hafa verið einhverjar sögusagnir um að hann sé á förum en við skulum sjá hvað setur."
Athugasemdir
banner
banner
banner