Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. júlí 2018 17:58
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi-deildin: Valur með öflugan sigur á heimavelli
Andri var flottur í dag og skoraði tvö mörk.
Andri var flottur í dag og skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonandi eru meiðsli Sölva ekki alvarleg enda algjör lykilmaður hjá Víkingum.
Vonandi eru meiðsli Sölva ekki alvarleg enda algjör lykilmaður hjá Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 4 - 1 Víkingur R.
1-0 Andri Adolphsson ('23 )
2-0 Birkir Már Sævarsson ('33 )
3-0 Andri Adolphsson ('64 )
3-1 Nikolaj Andreas Hansen ('79 )
4-1 Kristinn Ingi Halldórsson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Valur og Víkingur áttust við í Pepsi deild karla í dag á Origo vellinum á Hlíðarenda í dag.

Dion Acoff var mættur í byrjunarlið Vals á ný og hann fékk algjört dauðafæri í upphafi leiks en tókst ekki að leika á Andreas Larsen í marki Víkings.

Víkingar urðu fyrir áfalli strax á níundu mínútu leiksins þegar Sölvi Geir Ottesen þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Aðeins nokkrum mínútum síðar virtist Rick Ten Voorde, leikmaður Víkings togna og þurfti að fara af leikvelli.

Við þetta riðlaðist leikskipulag Víkings örlítið og Valsmenn nýttu tækifærið. Andri Adolphsson kom þá heimamönnum yfir eftir fyrirgjöf Acoff. Sléttum tíu mínútum síðar tvöfaldaði Birkir Már Sævarsson forystuna fyrir Valsmenn með laglegu marki.

Sjá einnig:
Fékk leyfi til að kasta af sér þvagi eftir mark Vals

Andri Adolphsson skoraði sitt annað mark í dag á 64. mínútu og gerði endanlega út um leikinn. Leikurinn róaðist nokkuð eftir markið og Valsmenn hentu í nokkrar skiptingar til þess að hvíla menn.

Nikolaj Hansen náði þó inn marki fyrir Víkinga á 79. mínútu en það breytti gangi leiksins ekki mikið. Kristinn Ingi skoraði fjórða mark Vals á lokamínútu leiksins, búið spil.

Slæmt tap fyrir Víkinga sem missa lykilmenn í meiðsli, vonandi að þau séu ekki mjög alvarleg.

Hvað þýða þessi úrslit?
Valsmenn skella sér á toppinn með sigrinum í dag fari svo að Stjarnan tapi gegn KR en sá leikur er nú í gangi. Víkingur er í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig.

Beinar textalýsingar:
18:00 KR 1 - 0 Stjarnan
18:00 KA 2 - 0 Fylkir
19:15 Breiðablik - FH
Athugasemdir
banner