banner
   sun 22. júlí 2018 11:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þegar kaupin á Modric voru kosin þau verstu
Luka Modric.
Luka Modric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Modric er miðjumaður með mikla hæfileika og sýndi hann það og sannaði síðast á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Modric var valinn besti leikmaður mótsins en hann fór fyrir liði Króatíu sem komst alla leið í úrslitaleikinn.

Þetta hefur verið frábært ár fyrir Modric en auk þess að komast í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins, þá vann hann Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid í maí.

Modric, sem er 32 ára, er að margra mati besti miðjumaður í heimi í dag. Það er erfitt að mótmæla því en fyrir nokkrum árum en fyrir nokkrum árum var litið öðruvísi á þennan króatíska snilling.

Modric var keyptur fyrir 30 milljónir punda til Real Madrid árið 2012 og byrjaði ferill hans í spænsku höfuðborginni ekki vel. Hann átti erfitt með að fóta sig og var mikið á varamannabekknum til að byrja með. Þegar hann kom inn á var honum spilað út úr stöðu og hann var satt best að segja í basli.

Það varð til þess að kaupin á honum var kosin þau verstu í spænskum fótbolta árið 2012.

Hann fékk 32% atkvæða í kosningu spænska blaðsins Marca en Alex Song, sem hafði verið keyptur til Barcelona, fylgdi næstur á eftir.

Það hefur mikið breyst á þessum fimm árum...



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner