Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. júlí 2018 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ummæli Klopp frá 2016 vekja athygli - Þurfti að svara fyrir sig
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar.
Alisson Becker er dýrasti markvörður sögunnar.
Mynd: Vefur Liverpool
Liverpool hefur farið mikinn á félagaskiptamarkaðnum í sumar og keypt fyrir háar fjárhæðir.

Fabinho og Naby Keita voru keyptir fyrir um 100 milljónir punda og þá kom Xherdan Shaqiri. Í síðustu viku gerði Liverpool brasilíska markvörðinn Alisson að dýrasta markverði sögunnar er þeir borguðu 67 milljónir punda fyrir hann. Í janúar gerði Liverpool Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni sögunnar er félagið borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir hann.

Þessi kaup eru afar athyglisverð í ljós ummæla Jurgen Klopp frá 2016. Eftir að Man Utd keypti Paul Pogba fyrir 89 milljónir punda sagði Klopp þetta:

„Dagurinn sem svona kaup verða orðin eðlileg, er dagurinn sem ég verð atvinnulaus. Leikurinn snýst um að byggja upp liðsheild og spila saman. Ef þú vilt vera bestur þá er nauðsynlegt að byggja upp liðsheild. Önnur félög mega eyða fúlgum fjárs í skærustu stjörnurnar eins og þau vilja, ég vil gera það öðruvísi og myndi gera það öðruvísi þó mér væru engin mörk sett á leikmannamarkaðinum."

Klopp þurfti að svara fyrir sig á blaðamannafundi í gær.

„Það er vandamálið í dag. Allt það kjaftæði sem þú lætur út úr þér, enginn gleymir því," sagði Klopp. „Þetta er enn frekar satt. Ég gat ekki ímyndað mér að heimurinn myndi breytast svona á skömmum tíma. 100 milljónir punda var klikkuð tala en síðan hefur heimurinn breyst mikið."

„Mitt starf felst fyrst og fremst í því að gera þetta félag eins sigursælt og mögulegt er. Starf mitt snýst ekki um að koma mínum hugsunum á framfæri. Ég get ekki sagt að ég ætli ekki að kaupa leikmenn vegna þess að ég viji ekki eyða háum fjárhæðum, og í kjölfarið yrði Liverpool ekki sigursælt. Það virkar ekki."

„Við erum með mjög góðan hóp. Að styrkja hann kostar peninga. Betri leikmenn en við höfum nú þegar, bíða ekki við handan hornið."

Klopp bætti svo við: „Okkur er sama hvað heimurinn í kringum okkur er að hugsa um okkur, eins og Man Utd var sama um það sem ég sagði."

„Þetta var aðeins skoðun á þessum tímapunkti. Breytti ég um skoðun? Já, það er satt en það betra að breyta um skoðun en að hafa aldrei skoðun. Þannig er nú það."

Liverpool er í æfingaferð í Bandaríkjunum að taka þátt í International Champions Cup æfingamótinu. Liðið spilar við fyrrum félag Klopp, Dortmund í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner