Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. júlí 2019 18:35
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Grindavíkur: Gísli Eyjólfs á bekknum
Gísli Eyjólfsson þarf að gera sér að góðu að verma varamannabekkinn
Gísli Eyjólfsson þarf að gera sér að góðu að verma varamannabekkinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þorsteinsson  fyrirliði Grindavíkur snýr aftur eftir leikbann
Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur snýr aftur eftir leikbann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti Grindavík á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild karla. Breiðablik sem situr í 2.sæti deildarinnar hefur fatast flugið í deildinni og þarf nauðsynlega á sigri að halda hér í kvöld til þess að minnka forskot KR sem situr í toppsætinu niður í 5 stig.

Grindavík þarfnast sigurs sömuleiðis sárlega því þrátt fyrir það að vera með besta varnarlið deildarinnar sitja þeir í 9.sæti deildarinnar fyrir ofan fallsæti aðeins á markatölu og hafa ekki unnið leik í Pepsi Max deildinni síðan 20.maí þegar liðið lagði Fylki í Grindavík 1-0

Blikar gera eina breytingu á liði sínu frá síðasta deildarleik gegn HK en Brynjólfur Darri Willumsson fer út fyrir Alexander Helga Sigurðsson. Vekur athyhli að engin Gísli Eyjólfsson er í byrjunarliði Blika

Hjá Grindavík fara þeir Sigurjón Rúnarsson og Sigurður Bjartur Hallsson út fyrir Marinó Axel Helgason og Gunnar Þorsteinsson sem snýr aftur eftir leikbann.

Beinar Textalýsingar
Breiðablik-Grindavík 19:15
HK - FH 19:15

Byrjunarlið Breiðabliks
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
6. Alexander Helgi Sigurðarson
9. Thomas Mikkelsen
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Höskuldur Gunnlaugsson
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið Grindavíkur
24. Vladan Djogatovic (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Vladimir Tufegdzic
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
10. Alexander Veigar Þórarinsson
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland
21. Marinó Axel Helgason
22. Primo
23. Aron Jóhannsson
30. Josip Zeba
Athugasemdir
banner
banner
banner