Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. júlí 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Evrópusambandið vill banna gervigrasvelli með gúmmí
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Evrópusambandið vill að allir gervigrasvellir sem eru með gúmmí verði teknir úr notkun frá og með árinu 2022. Þetta gæti meðal annars haft mikil áhrif á Íslandi þar sem fjöldi gervigrasvalla hefur vaxið mikið undanfarin ár.

Evrópusambandið vill banna að nota gúmmí á gervigrasvelli af náttúrulegum ástæðum. Gummíið er ekki umhverfisvænt og óttast er að það geti endað í sjónum í miklu magni í framtíðinni.

Gúmmí fer ofan í skó hjá leikmönnum á gervigrasvöllum og fer af völlum. Í Svíþjóð eru 1000 gervigrasvellir en Aftonbladet segir að 500 tonn af gúmmí hverfi af völlunum þar í landi á hverju ári.

Norska ríkissjónvarpið fjallar ítarlega um málið í dag en þar í landi eru 1700 gervigrasvellir.

Svein Graff, talsmaður norska knattspyrnusambandsins, segir í samtali við NRK að til séu margar gerðir af gervigrasi og það er sé óraunhæft að gúmmí verði bannað á gervigrasvöllum frá og með árinu 2022.

Þjóðverjar hafa einnig fjallað um málið en þar eru 5000 gervigrasvellir og íþróttamálaráðherra þar í landi hefur miklar áhyggjur af áætlunum Evrópusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner