Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. júlí 2019 09:35
Magnús Már Einarsson
Kvennalandsliðið mætir Frökkum
Frakkar unnu Ísland með marki úr vítaspyrnu á EM 2017.
Frakkar unnu Ísland með marki úr vítaspyrnu á EM 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
A landslið kvenna mun leika vináttuleik við Frakka þann 4. október næstkomandi. Leikið verður í Frakklandi og mun leikstaður verða staðfestur innan skamms.

Þar með er ljóst að íslenska liðið leikur tvo leiki í október, en liðið mætir Lettlandi í undankeppni EM 2021 þann 8. október í Riga, fjórum dögum eftir vináttuleikinn við Frakka.

Ísland mætti Frökkum á EM í Hollandi 2017 og tapaði naumlega þar 1-0.

Næstu tveir leikir Íslands eru mótsleikir á Laugardalsvelli gegn Ungverjalandi 29. ágúst og Slóvakíu 2. september, en um er að ræða fyrstu leikina í undankeppni EM 2021.

Sala mótsmiða sem gilda á alla heimaleiki A kvenna í undankeppni EM stendur nú yfir og hafa selst um 270 mótsmiðar.

Smelltu hér til að kaupa mótsmiða
Athugasemdir
banner
banner
banner