Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. júlí 2019 09:33
Elvar Geir Magnússon
Mane snýr aftur til æfinga eftir Samfélagsskjöldinn
Sadio Mane í Afríkukeppninni.
Sadio Mane í Afríkukeppninni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur staðfest að Sadio Mane muni snúa aftur til æfinga mánudaginn 5. ágúst. Sóknarmaðurinn þurfti að sætta sig við tap í úrslitaleik Afríkukeppninnar þegar Senegal beið lægri hlut fyrir Alsír á föstudaginn.

Mane mun nú fá smá frí eftir langt tímabil sem spannaði nánast heilt ár en hann hjálpaði Liverpool að vinna Meistardeildina.

Mane mun missa af leik Liverpool gegn Manchester City um Samfélagsskjöldinn.

Spurning er hvort hann verði látinn spila gegn Norwich í opnunarleik ensku úrvaldeildarinnar 9. ágúst en svo verður leikið gegn Chelsea í Istanbúl um Ofurbikar Evrópu þann 14. ágúst.

„Hann er kominn í frí, ekki það lengsta. Hann kemur aftur 5. ágúst. Það eru fjórir dagar til að búa sig undir leikinn gegn Norwich," sagði Jurgen Klopp.

Alisson, Roberto Firmino og Mohamed Salah hafa lengri tíma til að búa sig undir nýtt tímabil þar sem Copa America kláraðist fyrr og Egyptaland féll úr leik í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar.

Liverpool er í Bandaríkjunum en heldur svo til suðurhluta Frakklands en þar munu þremenningarnir koma til móts við hópinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner