Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. júlí 2019 22:14
Ármann Örn Guðbjörnsson
Óli Kristjáns: Það fór nánast allt úrskeiðis
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH heimsótti HK í Kórnum í kvöld í 13. umferð Pepsi Max-deild karla. Hafnfirðingarnir komust ekki í takt við leikinn og má segja að lítið sem ekkert hafi gengið upp hjá FH í leiknum.

"Það var bara nánast allt sem fór úrskeiðis hjá okkur í dag. Ef við fórum í háa pressu þá vorum við geystnir, ef við sátum neðar þá áttu HK líka auðvelt með að spila. Við vorum langt frá mönnum. Á síðasta þriðjung gekk ekkert upp hjá okkur. Þetta var bara ekki FH og ekki okkur sæmandi."

Eins og Óli segir þá fór mikið úrskeiðis hjá hans mönnum í leiknum. Liðið átti fá skot á markið þrátt fyrir margar sóknir og náðu ekki að ógna marki HK mikið í leiknum. 

"Þú ert aldrei betri en þinn síðasti leikur og við þurfum mikið að bæta ef við ætlum að gera eitthvað í þessari deild."

Sumarglugginn lokar eftir rúma viku og ætlar Óli að reyna bæta við leikmönnum.

"Ég hef sagt það áður að við viljum bæta við sóknarmanni í glugganum. Við höfum verið að spila með vængmenn í stöðu fremsta manns og það er eitthvað sem við þurfum að bæta"

Því miður er ekkert video með viðtalinu
Athugasemdir
banner