Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. júlí 2019 21:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sögulegur sigur HK í kvöld
Emil Atlason kom HK á bragðið í kvöld.
Emil Atlason kom HK á bragðið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð í deildinni þegar liðið lagði FH, 2-0 í Kórnum.

Lestu nánar um leikinn.

Emil Atlason skoraði fyrra mark HK með skalla af stuttu færi og seinna markið kom úr vítaspyrnu sem Atli Arnarsson skilaði í netið.

Sigurinn er sögulegur því að þetta er sjötta viðureign félaganna í efstu deild. Fyrir leikinn í kvöld hafði FH unnið fjóra sigra og einum leiknum hafði lokið með jafntefli. Því var þetta fyrsti sigur HK á FH í efstu deild.

Jafnteflisleikurinn kom á Kópavogsvelli árið 2007 í því sem þá hét Landsbankadeildin.

FH hafði sigrað þrjá leikina 4-0 og einn þeirra, leikurin sem fór fram í fyrstu umferð deildarinnar í vor, fór 2-0 fyrir FH.
Athugasemdir
banner
banner