Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 22. júlí 2020 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Kórdrengir töpuðu sínum fyrsta leik
Selfoss fyrsta liðið sem vinur Kórdrengi í 2. deildinni.
Selfoss fyrsta liðið sem vinur Kórdrengi í 2. deildinni.
Mynd: Hulda Margrét
Haukar eru í öðru sæti.
Haukar eru í öðru sæti.
Mynd: Hulda Margrét
Kenneth Hogg skoraði fyrir Njarðvík.
Kenneth Hogg skoraði fyrir Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var leikin heil umferð í 2. deild karla í kvöld og töpuðu Kórdrengir sínum fyrsta leik er liðið fór á Selfoss.

Danijel Majkic skoraði eina mark leiksins á 81. mínútu. „Boltinn ferðast aðeins um vítateig Kórdrengja eftir hornspyrnu þaðan sem hann berst af varnarmani út til Danjel sem hamrar þennan í netið út við hægri stöngina," skrifaði Árni Þór Grétarsson í beinni textalýsingu.

Kórdrengir nýttu ekki sín færi í kvöld og fara tómhentir frá Selfossi. Kórdrengir eru samt sem áður áfram á toppnum með 16 stig, einu stigi meira en Haukar sem unnu ÍR 3-1. Selfoss er í þriðja sæti með 13 stig.

Haukar lentu 1-0 undir á móti ÍR, en sýndu karakter í því að koma til baka og vinna 3-1. Í stöðunni 1-1 missti ÍR Jónatan Hróbjartsson af velli með sitt annað gula spjald og Haukar nýttu sér liðsmuninn. ÍR er í níunda sæti með sjö stig.

Það voru vonbrigði fyrir Njarðvík er liðið gerði 1-1 jafntefli í síðustu umferð. Lærisveinar Mikaels Nikulássonar mættu tvíefldir til leiks í kvöld og unnu 3-0 sigur á Víði þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Njarðvík er með 13 stig eins og Selfoss en Víðir er í tíunda sæti með sex stig.

Kári skellti sér upp í sjöunda sæti með sigri á Dalvík/Reyni og KF vann flottan útisigur á Völsungi, 2-3. KF er í áttunda sæti með níu stig en það hvorki gengur né rekur hjá Völlurum sem eru á botni deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sjö umferðir.

Þróttur Vogum og Fjarðabyggð skildu jöfn, 0-0. Bæði lið eru með tólf stig í fimmta og sjötta sæti.

Haukar 3 - 1 ÍR
0-1 Ísak Óli Helgason ('50 )
1-1 Tómas Leó Ásgeirsson ('54 , víti)
2-1 Þórður Jón Jóhannesson ('64 )
3-1 Kristófer Dan Þórðarson ('92 )
Rautt spjald: Jónatan Hróbjartsson, ÍR ('60)
Lestu nánar um leikinn

Selfoss 1 - 0 Kórdrengir
1-0 Danijel Majkic ('81 )
Lestu nánar um leikinn

Kári 1 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Guðfinnur Þór Leósson ('85)
Rautt spjald: Leó Ernir Reynisson, Kári ('90)

Njarðvík 3 - 0 Víðir
1-0 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('9)
2-0 Marc Mcausland ('31)
3-0 Kenneth Hogg ('41)

Þróttur V. 0 - 0 Fjarðabyggð

Völsungur 2 - 3 KF
1-0 Sæþór Olgeirsson ('34)
1-1 Theodore Develan Wilson III ('48)
1-2 Oumar Diouck ('55)
1-3 Oumar Diouck ('60)
2-3 Sæþór Olgeirsson ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner