Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. júlí 2020 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Sandgerðingar taplausir á toppnum
Úr leik Reynis gegn Elliða fyrr á tímabilinu.
Úr leik Reynis gegn Elliða fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Úr leik á Sauðárkróki í fyrra. Tindastóll er í öðru sæti.
Úr leik á Sauðárkróki í fyrra. Tindastóll er í öðru sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það voru spilaðir fjórir leikir í sjöundu umferð 3. deildar karla þetta miðvikudagskvöldið.

Reynir Sandgerði er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar eftir góðan 2-1 sigur á heimavelli gegn KFG þar sem Sandgerðingar skoruðu bæði mörk sín á fyrstu tíu mínútum leiksins.

Reynir hefur ekki enn tapað. Liðið er búið að vinna fimm leiki og gera tvö jafntefli. KFG er í sjötta sæti með níu stig.

Tindastóll fór upp fyrir KV í öðru sæti með 3-1 sigri á Elliða á heimavelli. Luke Morgan Conrad Rae fór á kostum í liði Stólana og skoraði þrennu. Tindastóll er með tveimur stigum meira en KV sem á leik til góða gegn Ægi á morgun.

Elliði er í sjöunda sæti með átta stig, jafnmörg stig og Vængir Júpiters sem gerðu góða ferð Egilsstaði og unnu 2-0 útisigur á Hetti/Hugin. Höttur/Huginn er á botni deildarinnar með fjögur stig.

Þá skildu Augnablik og Sindri jöfn. Sindri er í fjórða sæti með 11 stig og Augnablik í fimmta sæti með níu stig.

Tindastóll 3 - 1 Elliði
1-0 Luke Morgan Conrad Rae ('5)
2-0 Luke Morgan Conrad Rae ('23)
3-0 Luke Morgan Conrad Rae ('28)
3-1 Jóhann Andri Kristjánsson ('33)

Augnablik 2 - 2 Sindri
1-0 Brynjar Óli Bjarnason ('8)
1-1 Christofer Moises Rolin ('33)
2-1 Sindri Þór Ingimarsson ('87)
2-2 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('90)

Höttur/Huginn 0 - 2 Vængir Júpiters
0-1 Karl Viðar Magnússon ('33)
0-2 Ervist Pali ('52)

Reynir S. 2 - 1 KFG
1-0 Guðmundur Gísli Gunnarsson ('2)
2-0 Krystian Wiktorowicz ('9)
2-1 Kári Pétursson ('75, víti)
Athugasemdir
banner
banner