Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 22. júlí 2020 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Adda sýndi liðsfélögunum leyniskilaboðin frá Pétri (Myndir)
Adda með miðann góða.
Adda með miðann góða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 4 - 0 sigur á Val í stórleik umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Blikar komust í 2 - 0 í upphafi síðari hálfleiks og eftir klukkutíma leik tók Pétur Pétursson þjálfari Vals ákvörðun um að breyta liði sínu með tvöfaldri skiptingu.

Arna Eiríksdóttir og Ída María Hermannsdóttir komu inn fyrir Ásdísi Karen Halldórsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur en á sama tíma kallaði Pétur miðjumanninn Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur, Öddu, til sín og rétti henni miða.

„Tvöföld skipting hjá Val og henni fylgir bréfsending. Ásgerður Stefanía fær afhentan miða frá þjálfarateyminu. Skokkar til Hallberu fyrirliða og þær lesa leyniskilaboðin saman. Hvað ætla Valskonur að gera?" skrifaði Mist Rúnarsdóttir í textalýsingunni á Fótbolta.net.

Á meðfylgjandi myndum má svo fylgja bréfinu eftir frá þeim tíma þegar Pétur og Eiður Ben aðstoðarmaður hans sömdu það þar til það endaði inná Öddu. Við vitum enn í dag ekkert um hvað stóð í bréfinu en þar var greinilega engin töfralausn því Blikar skoruðu tvö mörk til viðbótar eftir það.

Athugasemdir
banner
banner
banner