Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 22. júlí 2020 13:30
Elvar Geir Magnússon
Anthony Taylor dæmir bikarúrslitaleikinn
Anthony Taylor dæmdi markalausan leik Tyrklands og Íslands fyrir ári síðan.
Anthony Taylor dæmdi markalausan leik Tyrklands og Íslands fyrir ári síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anthony Taylor mun dæma bikarúrslitaleik Arsenal og Chelsea sem fram fer þann 1. ágúst.

Þetta var opinberað í dag en Chelsea komst í úrslitin með því að vinna Manchester United í undanúrslitum og Arsenal sigraði Manchester City.

Taylor dæmdi bikarúrslitaleik þessara sömu liða 2017 en þá vann Arsenal 2-1.

Gary Beswick og Adam Nunn verða aðstoðardómarar og Chris Kavanagh fjórði dómari. Stuart Attwell verður yfir VAR myndbandsdómgæslunni.

Leikurinn verður spilaður bak við luktar dyr á Wembley leikvangnum sem er með 90 þúsund sæti.
Athugasemdir
banner
banner