banner
   mið 22. júlí 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal ekki endað neðar síðan 1995: Ekki nægilega gott
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur aldrei endað neðar síðan 1995.
Arsenal hefur aldrei endað neðar síðan 1995.
Mynd: Getty Images
Tapið gegn Aston Villa í gær staðfesti það að Arsenal mun eiga sitt versta tímabil í ensku úrvalsdeildinni síðan 1995. Arsenal getur núna ekki endað ofar en í átta sæti.

Eftir að hafa unnið Liverpool og Man City í síðustu viku þá tapaði Arsenal 1-0 gegn Aston Villa í gær, liði sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að þetta tímabil hafi einfaldlega ekki verið nægilega gott fyrir félag á borð Arsenal.

„Þetta verður að vera vont fyrir okkur því þetta er ekki nægilega gott fyrir félagið," segir Arteta sem tók við af Unai Emery í desember síðastliðnum. Arteta er einnig fyrrum leikmaður félagsins.

„Við þurfum að bæta okkur á morgum sviðum, bæði sem lið og einstaklingar."

Arsenal þarf að vinna Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins til að spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili eða þá bara að vinna Evrópudeildina til að spila í Meistaradeildinni. Arsenal spilaði síðast í Meistaradeildinni 2016/17.

Finnur fyrir stuðningi
Það var flogið með borða yfir Villa Park í gær. Á honum stóð: 'Standið við bakið á Arteta, burt með Kroenke'. Það var verið að mótmæla eigandanum Stan Kroenke sem virðist hafa lítinn áhuga á Arsenal sem knattspyrnufélagi.

Kroenke er ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum en Arteta er sáttur með hann og aðra stjórnendur félagsins.

„Kroenke-fjölskyldan, stjórnin og yfirmaður knattspyrnumála, ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim. Ég hef 100 prósent stuðning og stuðningsmennirnir verða að trúa því," sagði Arteta sem segir jafnframt að verið sé að búa til sterkt plan innan félagsins.

„Bestu liðin eru betri en við á ákveðnum sviðum. Við vitum að þetta er stór áskorun en við erum spenntir fyrir framhaldinu."

Sjá einnig:
Xhaka: Hugarfar liðsins ekki boðlegt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner