Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. júlí 2020 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: West Brom upp með Leeds - Grátlegt fyrir Forest
West Brom fer upp í ensku úrvalsdeildina.
West Brom fer upp í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest endaði tímabilið hræðilega og missti af sæti í umspilinu.
Nottingham Forest endaði tímabilið hræðilega og missti af sæti í umspilinu.
Mynd: Getty Images
Brewster skoraði fyrir Swansea.
Brewster skoraði fyrir Swansea.
Mynd: Getty Images
Jón Daði skoraði fyrir Milwall.
Jón Daði skoraði fyrir Milwall.
Mynd: Getty Images
Wigan fékk -12 stig og er á leiðinni niður eins og staðan er núna. Félagið hefur áfrýjað því.
Wigan fékk -12 stig og er á leiðinni niður eins og staðan er núna. Félagið hefur áfrýjað því.
Mynd: Getty Images
Rosaleg lokaumferð ensku Championship-deildarinnar var að klárast. Það er West Brom sem fer upp í ensku úrvalsdeildina með Leeds eftir jafntefli við QPR á heimavelli.

Það eru margir sammála um það á Twitter eftir þessa lokaumferð að Championship sé skemmtilegasta deild í heimi. Það vantaði ekki dramatíkina alla vega.

Brentford og Fulham áttu einnig möguleika á að fara upp á lokadeginum, en Fulham gerði jafntefli og Brentford tapaði.

Lærisveinar Slaven Bilic leika því í úrvalsdeildinni á næsta ári, rétt eins og Leeds sem vann 4-0 sigur á Charlton. Með því sendi Leedsarar lið Charlton niður í C-deild, ásamt Wigan og Hull. Wigan fellur eftir að 12 stig voru tekin af þeim vegna fjárhagsvandræða, en félagið getur enn áfrýjað því og staðan því frekar óljós.

Swansea tók sjötta sætið og kom sér inn í umspilið með 4-1 útisigri á Reading. Nottingham Forest missir af umspilinu á markatölu eftir 4-1 tap á heimavelli gegn Stoke, sem er í fallbaráttu. Hrikalegt fyrir hið sögufræga félag, sem Forest er. Grátlegt í rauninni. Brentford, Cardiff, Fulham og Swansea fara í umspilið.

Þess má geta að Nottingham Forest endaði mótið á því að vinna ekki í síðustu fimm leikjum sínum. Hræðilegur endir og hræðileg niðurstaða.

Hér að neðan má sjá öll úrslit umferðarinnar. Jón Daði Böðvarsson endaði tímabilið á marki með Milwall, sem hafnar í áttunda sæti, tveimur stigum frá umspilinu.

Birmingham 1 - 2 Derby County
0-1 Graeme Shinnie ('6 )
1-1 Ivan Sunjic ('56 )

Brentford 1 - 2 Barnsley
0-1 Callum Styles ('41 )
1-1 Joshua Da Silva ('73 )
1-2 Clarke Oduor ('90 )

Bristol City 1 - 1 Preston NE
0-1 Sean Maguire ('16 )
1-1 Famara Diedhiou ('48 )

Cardiff City 3 - 0 Hull City
1-0 Junior Hoilett ('19 )
2-0 Sean Morrison ('35 )
3-0 Danny Ward ('83 )

Leeds 4 - 0 Charlton Athletic
1-0 Ben White ('14 )
2-0 Stuart Dallas ('28 )
3-0 Tyler Roberts ('51 )
4-0 Jamie Shackleton ('66 )

Luton 3 - 2 Blackburn
0-1 Adam Armstrong ('10 )
0-2 Hayden Carter ('28 , sjálfsmark)
0-3 Bradley Johnson ('35 , sjálfsmark)
1-3 James Collins ('60 , víti)
1-4 Sam Gallagher ('75 )

Millwall 4 - 1 Huddersfield
1-0 Connor Mahoney ('4 )
1-1 Karlan Grant ('36 )
2-1 Jake Cooper ('47 )
3-1 Jiri Skalak ('64 )
4-1 Jon Dadi Bodvarsson ('80 )

Nott. Forest 1 - 3 Stoke City
0-1 Danny Batth ('19 )
1-1 Tobias Figueiredo ('61 )
1-2 James McClean ('73 )
1-3 Lee Gregory ('78 )

Reading 1 - 4 Swansea
0-1 Rhian Brewster ('17 )
1-1 George Puscas ('43 , víti)
1-2 Wayne Routledge ('66 )
1-3 Liam Cullen ('84 )
1-4 Wayne Routledge ('90 )
Rautt spjald: Yakou Meite, Reading ('40)

Sheffield Wed 1 - 1 Middlesbrough
1-0 Jacob Murphy ('10 )
1-1 Paddy McNair ('23 )

West Brom 2 - 2 QPR
0-1 Ryan Manning ('34 )
1-1 Grady Diangana ('44 )
2-1 Callum Robinson ('49 )
2-2 Eberechi Eze ('61 )

Wigan 1 - 1 Fulham
1-0 Kieffer Moore ('32 )
1-1 Neeskens Kebano ('48 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner