Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 22. júlí 2020 11:39
Elvar Geir Magnússon
Eiður Smári: FH á að vinna alla heimaleiki
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Næstu fjórir leikir FH verða spilaðir á heimavelli liðsins í Kaplakrika. Um er að ræða deildarleiki gegn KA, Gróttu og Val og bikarleik gegn Þór.

Í kvöld klukkan 18 er leikur FH og KA í Kaplakrika en þetta er annar leikur Hafnfirðinga undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen.

Guðmundur Hilmarsson, FH-ingur og íþróttafréttamaður, ræddi við Eið Smára fyrir þennan fyrsta heimaleik undir hans stjórn.

„Við erum virkilega sáttir við sigurinn í síðasta leik en það er margt hægt að bæta í okkar leik. FH á heimavelli á að vinna alla leiki, sama hver andstæðingurinn er," segir Eiður en FH sótti sigur gegn Fjölni í Grafarvogi í síðustu umferð.

Þjálfaraskipti hafa einnig orðið hjá KA mönnum en liðið vann Gróttu með sigurmarki í lokin.

„Þeir náðu í mjög mikilvæg þrjú stig. Arnar Grétarsson mun skóla þá til og drilla inn alls konar færslum í liðið. Það er ekkert auðvelt í fótbolta," segir Eiður sem vonast eftir góðri uppskeru úr heimaleikjatörninni framundan.

„Við vitum að við verðum hér næstu vikurnar og okkur líður vel hérna."

Hér má horfa á viðtalið við Eið:

FH á heimavelli á að vinna alla leiki, segir Eiður Smári Guðjohnsen, annar af þjálfurum liðsins, en við spjölluðum við...

Posted by FHingar on Miðvikudagur, 22. júlí 2020


miðvikudagur 22. júlí
18:00 FH-KA (Kaplakrikavöllur)
20:15 KR-Fjölnir (Meistaravellir)

fimmtudagur 23. júlí
18:00 ÍA-Stjarnan (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Grótta-Víkingur R. (Vivaldivöllurinn)
19:15 Valur-Fylkir (Origo völlurinn)
20:15 HK-Breiðablik (Kórinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner