Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. júlí 2020 09:45
Elvar Geir Magnússon
Hákon skapaði reiði á Akureyri - „Barnaleg hegðun"
Steinþór Freyr skoraði sigurmarkið seint í leiknum án þess að Hákon næði að koma við vörnum.
Steinþór Freyr skoraði sigurmarkið seint í leiknum án þess að Hákon næði að koma við vörnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fram kemur í Boltanum á Norðurlandi að Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, hafi skapað mikla reiði meðal KA manna með framgöngu sinni um síðustu helgi.

Talað er um að mikill hiti hafi skapast í göngunum að búningsklefunum eftir leik en KA vann 1-0 með marki Steinþórs Freys Þorsteinssonar í uppbótartíma. Sett hefur verið spurningamerki við Hákon í því marki.

Hákon er svo sagður hafa sparkað upp vítateiginn í pirringi eftir atvikið.

„Þegar ég er að labba framhjá stúkunni er hiti við völlinn og í göngunum. Hvað gerðist?," spyr Sæbjörn Þór Þórbergsson í þættinum.

Aksentije Milisic, hinn umsjónarmaður þáttarins, svarar:

„Eftir að Steinþór skorar er Hákon markvörður Gróttu að sparka upp vítateiginn. Á meðan er boltinn hinumegin á vellinum. Hvort það hafi verið pirringur í honum eða eitthvað, ég veit það ekki."

„Mér fannst þetta barnaleg hegðun. Hann var bara að eyðileggja vítateiginn. Gunni Nella og fleiri sem voru þarna nálægt voru að láta hann heyra það. Ég veit ekki hvað gerist í göngunum svo en það fóru einhver orð á milli. Mér finnst þetta mjög barnalegt og það voru alvöru læti."

„Hákon var að fá einhverjar pillur á Facebook síðu KA, það var ekki verið að tala fallega um hann," segir Aksentije.

Sæbjörn bætir við að þetta hafi nú ekki hjálpað Greifavellinum sem hafi ekki verið góður fyrir, eins og mikið hefur verið fjallað um.

KA vann þarna sinn fyrsta sigur þetta tímabilið en nýliðar Gróttu eru í fallsæti. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Boltinn á Norðurlandi: Gary pirraður - Addi og dyravörðurinn unnu sigur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner