Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. júlí 2020 11:00
Elvar Geir Magnússon
Henderson: Enn sérstakara að fá bikarinn úr höndum Dalglish
Roberto Firmino og Jordan Henderson.
Roberto Firmino og Jordan Henderson.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson segir að það geri bikarafhendinguna enn sérstakari að fá bikarinn úr höndum Liverpool goðsagnarinnar Sir Kenny Dalglish.

Eftir leik Liverpool gegn Chelsea á Anfield í kvöld fá heimamenn loks Englandsmeistarabikarinn en hann verður afhentur í Kop stúkunni.

Liverpool hefur tryggt sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil síðan 1990 en þá var Dalglish knattspyrnustjóri liðsins.

„Hann er goðsagnakennd persóna í þessu fótboltafélagi, risastór karakter sem okkur þykir öllum vænt um," sagði Henderson í viðtali við morgunsjónvarp BBC.

Henderson hefur að margra mati verið besti leikmaður tímabilsins en hann segist nota gagnrýni til að mótivera sig.

„Sem fótboltamaður þá þarftu að vera vanur því að sífellt er verið að gagnrýna þetta. Ég tel mig hafa lært að nota gagnrýnina á réttan hátt, sem hvatningu."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner