Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 22. júlí 2020 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Birkir og félagar fallnir úr deild þeirra bestu
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Getty Images
Brescia féll úr ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðið tapaði 3-1 á útivelli gegn Lecce og niðurstaðan sú að Brescia spilar í B-deild á næstu leiktíð. Stoppið var stutt í A-deild, aðeins eitt tímabil.

Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður á 63. mínútu. Það er spurning hvort hann leiki í B-deild á næsta tímabili með Brescia.

Roma skoraði sex mörk gegn Spal en mun líklega ekki spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Inter, sem er í þriðja sæti, gerði markalaust jafntefli við Fiorentina og Parma vann Napoli.

Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins á Ítalíu og þar fyrir neðan er stigataflan. Það gæti tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig.

Lecce 3 - 1 Brescia
1-0 Gianluca Lapadula ('22 )
2-0 Gianluca Lapadula ('32 )
2-1 Daniele Dessena ('63 )
3-1 Riccardo Saponara ('70 )

Inter 0 - 0 Fiorentina

Sampdoria 1 - 2 Genoa
0-1 Domenico Criscito ('22 , víti)
1-1 Manolo Gabbiadini ('32 )
1-2 Lukas Lerager ('72 )

Torino 1 - 1 Verona
0-1 Fabio Borini ('56 , víti)
1-1 Simone Zaza ('67 )

Parma 2 - 1 Napoli
1-0 Gianluca Caprari ('45 , víti)
1-1 Lorenzo Insigne ('54 , víti)
2-1 Dejan Kulusevski ('87 , víti)

Spal 1 - 6 Roma
0-1 Nikola Kalinic ('10 )
1-1 Alberto Cerri ('24 )
1-2 Carles Perez ('38 )
1-3 Aleksandar Kolarov ('47 )
1-4 Bruno Peres ('52 )
1-5 Bruno Peres ('75 )
1-6 Nicolo Zaniolo ('90 )
Athugasemdir
banner
banner