Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 22. júlí 2020 19:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Þriðja jafntefli ÍBV í röð kom gegn Vestra
Lengjudeildin
Nacho skoraði þrennu.
Nacho skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri 3 - 3 ÍBV
0-1 Sito ('23 )
0-2 Víðir Þorvarðarson ('35 )
1-2 Ignacio Gil Echevarria ('40 , víti)
2-2 Ignacio Gil Echevarria ('45 )
3-2 Ignacio Gil Echevarria ('61, víti)
3-3 Tómas Bent Magnússon ('71 )
Lestu nánar um leikinn

ÍBV gerði sitt þriðja jafntefli í röð í Lengjudeild karla er liðið fór á Olísvöllinn á Ísafirði og mætti þar Vestra.

ÍBV betur og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins. Þar voru á ferðinni Sito og Víðir Þorvarðarson. Vestri sýndi hins vegar mikinn karakter og gafst ekki upp.

Nacho Gil minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 40. mínútu og fyrir leikhlé jafnaði Spánverjinn fyrir Vestra eftir hornspyrnu. Staðan var 2-2 í hálfleik.

Heimamenn tóku forystuna eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik. Það kom úr annarri vítaspyrnu þeirra og aftur var Nacho á ferðinni fyrir framan markið.

ÍBV jafnaði tíu mínútum síðar þegar Tómas Bent Magnússon skoraði eftir klaufagang í vörn Vestra. Mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 3-3.

Þrátt fyrir þrjú jafntefli í röð þá hefur ÍBV ekki enn tapað og er liðið á toppnum með 15 stig. Vestri er núna í fimmta sæti með 11 stig. Liðið hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leikinn í dag og er á miklu skriði.
Athugasemdir
banner
banner
banner