Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 22. júlí 2020 23:06
Sverrir Örn Einarsson
Sævar Atli: Fannst allir eiga frábæran dag
Lengjudeildin
Sævar Atli fyrirliði Leiknis
Sævar Atli fyrirliði Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er roslega góð. Leikurinn á móti Magna þó við höfum unnið hann þá áttum við rosalega vondan dag. Ákefðin var engin og við héldum boltanum frekar illa og þeir lágu til baka. Við bjuggumst við því að Víkingar með Guðjón Þórðarson í fyrsta leik myndu liggja aðeins til baka sem og þeir gerðu og við vorum tilbúnir í það og við sýndum það og skoruðum góð fimm mörk og virkilega gott að halda markinu hreinu. “
Sagði Sævar Atli Magnússon fyrirliði Leiknis um tilfinninguna eftir 5-0 sigur Leiknis á Víking Ólafsvík á Domusnovavellinum í kvöld,

Lestu um leikinn: Leiknir R. 5 -  0 Víkingur Ó.

Ákefð og grimmd heimamanna var áhorfendum ljós frá fyrstu mínútu og sem dæmi fengu Leiknismenn alls átta horn á fyrstu tíu mínútum leiksins.

„Við vissum að við þyrftum karakter í dag. Bjarki,Ósi og Binni voru ekki með okkur í dag og við þurftum allir að stíga upp sem og við gerðum og mér fannst allir eiga frábæran dag í dag.“

Heilt yfir var frammistaða Leiknismanna frábær í kvöld. En hvað fannst fyrirliðanum skara fram úr í kvöld?

„Mér fannst ákefðin og baráttan, fyrsti og annar bolti, þetta allt var svo gott hjá okkur í dag. Siggi talaði um að við hefðum verið töluvert undir í einvígum á móti Magna það var númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur að vera yfir í baráttunni og þegar við erum yfir í baráttunni á okkar heimavelli þá kemur alltaf þessi góði fótbolti sem við spilum með. “

Leiknir settist með sigri kvöldsins í toppsætið og stimplar sig rækilega inn í baráttuna um sæti í Pepsi Max deildinni að ári og þó stutt sé liðið af mótinu hlýtur markmiðið að vera að halda því og fara upp í haust?

„Já. Markmiðið er að koma í hvern einasta leik og spila nákvæmlega eins og í kvöld, þar sem ákefðin er 100%, allir eru on og þá er þetta líka bara miklu skemmtilegra þegar allir gera þetta 100% af krafti þá er bara skemmtilegt að spila fótbolta.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner