Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. júlí 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfirtaka Newcastle í biðstöðu - Mike Ashley áfram?
Mohammed Bin Salman, krónprinsinn í Sádí-Arabíu.
Mohammed Bin Salman, krónprinsinn í Sádí-Arabíu.
Mynd: Getty Images
Hún er orðin býsna löng sagan um möguleg kaup krónprinsins frá Sádí-Arabíu á Newcastle fyrir 300 milljónir punda.

Þessi saga hefur verið í umræðunni í marga mánuði en aðeins minna síðustu vikur. Samkvæmt Mirror þá er þetta allt komið í pásu núna.

Enska úrvalsdeildin hefur ekki gefið leyfi á yfirtökuna. BeIN Sports, sem borgar gríðarlega mikið fyrir sjónvarpsrétt á enska boltanum vill meina að rekja megi margar sjóræningjastöðvar á netinu sem streyma enska boltanum ólöglega til Sádi-Arabíu.

Enska úrvalsdeildin stendur með BeIN Sports og Newcastle er að undirbúa annað tímabil með Mike Ashley og Steve Bruce við stjórnvölin.

Þessi mögulega yfirtaka á Newcastle hefur þá verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum eins og Amnesty International, vegna mannréttindabrota sem framin eru í landinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner