Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. júlí 2021 16:00
Innkastið
Sölva gengur illa að komast í takt við þetta
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Sölvi Snær Guðbjargarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net
Sölvi Snær Guðbjargarson hefur fengið afar fáar mínútur með Breiðabliki en í upphafi Íslandsmóts var mikið fjaðrafok í kringum skipti hans frá Stjörnunni í Breiðablik.

Talað var um að þessi 19 ára leikmaður hafi ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Garðabæjarfélagið og það hafi skapað núning milli stjórnarinnar og þjálfara.

Hjá Blikum hefur spiltíminn verið af skornum skammti og um það var rætt í Innkastinu.

„Maður hefur heyrt það bara af æfingum nánast hjá Breiðabliki að hann eigi langt í land og sé bara ekkert á pari við leikmenn Breiðabliks. Hann er bara eftir á í hraða, eftir á í þoli, þetta er bara eitthvað sem maður heyrir," segir Tómas Þór Þórðarson og Ingólfur Sigurðsson bætir við:

„Ef það er rétt þá finnst mér það ekki síst vera áfellisdómur fyrir Stjörnuna. Hvað er búið að vera að gera á æfingasvæðinu þar? Þetta er samt sagt með öllum heimsins fyrirvara því maður hefur ekki verið viðstaddur."

„Honum gengur illa að komast í takt við þetta, þegar hann hefur verið að koma inn á hefur hann ekki litið út eins og leikmaður sem getur spilað í þessu Blikaliði, Hann hefur klárlega hæfileikana en þetta hefur verið ein sorgarsaga fyrir drenginn. Nóg vorkenndi maður honum þegar hann var settur undir slátturvélina í byrjun tímabils, ungur drengur sem var að reyna að fóta sig í fótboltanum," segir Tómas.

Ingólfur segir að það hafi komið sér á óvart þegar Breiðablik sótti Sölva úr Garðabænum.

„Þessi skipti komu mér mjög á óvart og ég talaði um það á sínum tíma. Óskar talaði um hann sem einn efnilegasta leikmann landsins. Þó hann sé fínasti leikmaður hef ég ekki séð það í honum, ég sá ekki þetta háa þak og ekki hvernig Blikar ætluðu að nota hann," segir Ingólfur.

Hægt er að hlusta á Innkastið í spilaranum hér að neðan eða í gegnum hlaðvarpsforrit.
Innkastið - Raggi lokar hringnum og Stjörnuhrap í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner
banner