Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
   þri 22. júlí 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Flick við Rashford: Hef enga þolinmæði fyrir leti
Rashford er að ganga í raðir Barcelona.
Rashford er að ganga í raðir Barcelona.
Mynd: EPA
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: EPA
Barcelona er að fá Marcus Rashford á láni frá Manchester United á lánssamningi, með möguleika á kaupum eftir tímabilið. Sóknarmaðurinn tekur á sig talsverða launalækkun til að ganga í raðir Börsunga.

Deco, yfirmaður íþróttamála, er sagður vera ósannfærður um Rashford þó hann hafi á endanum samþykkt að sækja hann. Luis Díaz og Nico Williams voru ofar á óskalistanum.

Spænskir fjölmiðlar segja að Barcelona hafi áhyggur af hugarfari Rashford og varnarvinnu hans. Hansi Flick, stjóri Barcelona, hafi fundað með leikmanninum áður en ákveðið var að fá hann.

Þjóðverjinn sagði við Rashford að hann yrði fyrst um sinn í ákveðnu varahlutverki og það væri undir honum sjálfum komið að vinna sér inn meiri spiltíma.

Þá sagði FLick við Rashford að hann þyrfti að leggja á sig ákveðna vinnu án bolta og aðstoða í varnarleiknum. Rashford samþykkti þetta og tilboðið var samþykkt innan við tveimur sólarhringum síðar.

Flick gerði það ljóst að hann hefur enga þolinmæði fyrir leti. Hann hefur sýnt, til dæmis með því að frysta Ansu Fati, að hann gerir ákveðnar kröfur til vinnuframlags leikmanna.

Rashford mun keppa við Raphinha, Dani Olmo, Fermin Lopez, Ferran Torres og Robert Lewandowski um sæti í hinu sterka liði Barcelona.
Athugasemdir
banner