Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. ágúst 2018 13:15
Magnús Már Einarsson
2600 miðar seldir á leikinn við Þýskaland - Aldrei jafn hröð sala
Icelandair
Áfram Ísland!
Áfram Ísland!
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Miðasala á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM kvenna fer af stað af miklum krafti. Aldrei hafa miðar selst jafn hratt á leik hjá kvennalandsliðinu.

Liðin eigast við á Laugardalsvelli laugardaginn 1. september. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur landsliðinu, en þegar tveir leikir eru eftir situr liðið á toppi riðilsins.

2600 miðar eru nú þegar farnir á leikinn og ennþá eru tíu dagar í að hann fari fram.

Miðaverð fyrir fullorðna verður 2.000 krónur og 500 krónur fyrir 16 ára og yngri, en börn þurfa númeruð sæti eins og aðrir.

Þeir sem kaupa miða á leikinn fá einnig afsláttarkóða fyrir jafnmarga miða á 50% afslætti á leik Íslands og Tékklands sem fer fram þremur dögum síðar.

Fólk er hvatt til að tryggja sér miða á leikinn í tíma til að forðast biðraðir í miðasölu á leikdegi.

Smelltu hér til að kaupa miða

Staðan fyrir leikinn við Þjóðverja
Sigur á Þýskalandi = Ísland beint á HM
Jafntefli gegn Þýskalandi = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara á HM
Tap gegn Þjóðverjum = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara í umspil

Athugasemdir
banner
banner