Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 22. ágúst 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bolt gefst ekki upp á draumnum - Reynir fyrir sér í Ástralíu
Mynd: Twitter
Usain Bolt, hraðskreiðasti maður mannkynssögunnar, vill ólmur spila knattspyrnu sem atvinnumaður áður en hann verður of gamall.

Hann er mikill stuðningsmaður Manchester United og fékk að æfa með félaginu þegar áform hans um að gerast atvinnumaður í knattspyrnu fóru af stað fyrir alvöru.

Hann þótti ekki nægilega góður fyrir Rauðu djöflana og hefur meðal annars æft með Borussia Dortmund í Þýskalandi, Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku og Stromsgödset í Noregi síðan.

Þessa stundina er hann að æfa með Central Coast Mariners í áströlsku A-deildinni og vonast til að komast á samning hjá félaginu.

„Ég er ekki að setja mér nein markmið. Ég ætla bara að leggja mig allan fram og verða að betri fótboltamanni. Það er það sem ég er að einbeita mér að," sagði Bolt við fréttamenn.

„Æfingin í dag var góð en ég er ekki leikfær. Ég þarf að æfa stíft til að geta verið upp á mitt besta. Fótbolti snýst að stórum hluta um að vera í fullkomnu hlaupaformi."
Athugasemdir
banner
banner