Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. ágúst 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Paul Ince: Manchester United er aðhlátursefni
Paul Ince bendir á að Sir Alex Ferguson hefði aldrei leyft þessu að gerast.
Paul Ince bendir á að Sir Alex Ferguson hefði aldrei leyft þessu að gerast.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn ljónharði Paul Ince var í guðatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United þegar hann lék fyrir félagið í sex ár, frá 1989 til 1995.

Ince var algjör lykilmaður í gífurlega sterku liði Rauðu djöflanna en var seldur til Inter, þar sem hann staldraði við í tvö ár áður en hann var seldur aftur til Englands. Í þetta sinn gekk hann til liðs við Liverpool, við litla hrifningu stórs hluta stuðningsmanna Man Utd.

Eftir ferilinn sem leikmaður sneri hann sér að þjálfun en hefur ekki stýrt fótboltaliði síðan hann var hjá Blackpool 2014. Hann hefur þó sitt að segja um ástandið innan raða Man Utd í dag.

„Önnur félög eru að hlæja að Manchester United þessa stundina. Þeim finnst það sem er í gangi vera ótrúlega fyndið, félagið er orðið aðhlátursefni og er að falla aftur úr í kapphlaupinu við bestu liðin," skrifaði Ince í sérstökum pistli fyrir veðmálafyrirtækið Paddy Power.

„Ed Woodward, Jose Mourinho og Paul Pogba eru allir í ruglinu. Þeir tjá sig í fjölmiðlum og fara í fýlu. Þetta hefði aldrei gerst undir stjórn Sir Alex Ferguson, sérstaklega ekki svona opinberlega."

Ince segist þó ekki vilja sjá Mourinho vera rekinn úr stjórastólnum, heldur segir hann að félagið þurfi að hreinsa til hjá sér, herða á reglum og byrja að spila skemmtilegri fótbolta.
Athugasemdir
banner