Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. september 2018 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aubameyang bálreiður við knattspyrnusamband Gabon
Faðir hans samþykkti ekki að taka við landsliðinu
Aubameyang segir að faðir sinn hafi aldrei samþykkt að taka við landsliði Gabon.
Aubameyang segir að faðir sinn hafi aldrei samþykkt að taka við landsliði Gabon.
Mynd: Getty Images
Pierre Emerick Aubameyang segir það ekki rétt að faðir sinn sé tekinn við landsliði Gabon þrátt fyrir að knattspyrnusambandið þar í landi hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis.

Sjá einnig:
Faðir Aubameyang tekur við landsliði Gabon

Í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandi Gabon sagði að Pierre Francois Aubameyang og Daniel Cousin myndu taka við landsliðinu í sameiningu. Báðir eru þeir fyrrum landsliðsmenn Gabon.

Aubameyang er faðir Pierre-Emerick Aubameyang framherja Arsenal. Pierre-Emerick er landsliðsmaður Gabon en hann hefur skorað 24 mörk í 57 landsleikjum á ferlinum.

Pierre-Emerick er ekki sáttur með vinnubrögð hjá knattspyrnusambandinu í Gabon en hann segir að faðir sinn sé ekki búinn að samþykkja að taka við og ætli ekki að gera það. „Og þið spyrjið ykkur að því hvers vegna samband okkar er ekki gott," skrifar Aubameyang í harðorðum pósti á Instagram. „Þetta er enn ein sönnunin fyrir því."

„Þið tilkynnið öllum heiminum að faðir minn sé að taka við landsliðinu en þið eruð ekki með samkomulag við hann. Forseti knattspyrnusambandsins hringdi í föður minn og spurði hann ekki einu sinni út í heilsu hans, jafnvel þó svo að hann er veikur í augnablikinu."

„Að flýta ykkur með blaðamannafund þegar faðir minn sagði við ykkur að hann myndi gefa ykkur svar daginn eftir. Það svar átti að vera neikvætt. Án þess að gefa honum valkost að ræða um starfslið sitt. Þegar knattspyrnusambandið hættir að sýna svona vinnubrögð þá getum við kannski farið að taka skref fram á við og ná í stöðugleika í úrslitum."

Það er því ekki útlit fyrir það að faðir Aubameyang taki við landsliði Gabon.

View this post on Instagram

Fega foot ( @fegafoot ) : Vous vous demandiez pourquoi j’ai des problèmes avec vous ? Pourquoi je ne voulais plus venir en sélection? Ceci en est la demonstration encore une fois. Vous annoncez au monde entier, concernant mon père soit disant coach de l’équipe nationale alors que vous n’avez même pas eu son accord ! Le président de la fédération a appelé mon papa et ne s’est même pas soucié de son état de santé, lui qui est malade en ce moment... Pour se précipiter et donner une conférence de presse alors que mon père lui as indiqué qu’il donnerait sa réponse le lendemain : négative (soit dit en passant). Sans même lui laisser le choix ni même négocier par exemple pour son staff ou autres... Bref le jour où la fédération ne fera plus preuve d’amateurisme, l’équipe nationale pourra alors peut être avancer et retrouver des résultats cohérents.

A post shared by Aubameyang (@aubameyang97) on


Athugasemdir
banner
banner