Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 22. september 2018 16:33
Hulda Mýrdal
Berglind Björg: Þurfti blauta tusku til að setja í sjötta gír
Berglind skoraði 19 mörk í sumar og gullskórinn er hennar
Berglind skoraði 19 mörk í sumar og gullskórinn er hennar
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Berglind Björg skoraði bæði mörk Breiðabliks í 3-2 tapi liðsins á móti Val í lokaumferð Pepsideildarinnar.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Breiðablik eru Íslandsmeistarar en enda sumarið á tapi. Hvernig er tilfinningin?
"Hún er bara ömurlegt. Maður á kannski ekki að hugsa um þennan leik. Ég ætla bara að reyna stroka hann út! Við vildum nátla enda þetta sumar á sigri og við gerðum það ekki sem er mjög pirrandi."

Þú varst fyrir leikinn með 17 mörk. Bættir tveimur við í dag og endar í 19 mörkum og ert markadrottning. Þetta hlýtur að vera ansi skemmtilegt?
"Já ég meina það er gaman að skora ef það skilar sigrum. En geggjað að fá þennan skó, hef aldrei náð því áður."

Þú skorar 15 mörk í fyrra. 19 núna. Breyttir þú einhverju sjálf til að bæta svona við þig?
" Góð spurning. Bara eftir þessa hörmung á Ítalíu, ég greinilega þurfti að fá smá tusku í andlitið til að segja í 6.gír.En ég veit það ekki. Þetta er frábært lið, góðir liðsfélagar og þær eru að leggja upp góð mörk á mig"

Ef maður lítur yfir liðið ykkar. Þið eruð með svakalega ungt lið. Missið Selmu og Andreu á miðju tímabili. Ef þú ert hreinskilin bjóstu við því að vinna allt?
"Við settum okkur markmið að við ætluðum að vinna. Maður nær ekkert alltaf markiðunum sínu en við náðum því núna. Við litum vel út í vetur og við erum með góðar stelpur á bekknum sem koma komið inn og breytt leikjum. "

Hafa ungu stelpurnar komið þér á óvart hvernig þær hafa staðið sig og komið inn í þetta?
"Nei einsog ég segi þær voru að standa sig vel á undirbúningstímabilinu. Þær urðu bara betri og betri þegar leið á sumarið. Þær eru ekkert ungar og efnilegar lengur heldur ungar og góðar."

Nánar er rætt við Berglindi í spilaranum að ofan um framhaldið og fleira.
Athugasemdir
banner
banner