Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 22. september 2018 17:37
Mist Rúnarsdóttir
Donni: Vænti þess að öllu óbreyttu að vera þjálfari Þórs/KA
Donni reiknar með að vera áfram við stjórnvölinn hjá Þór/KA
Donni reiknar með að vera áfram við stjórnvölinn hjá Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikurinn var góður og við sköpuðum okkur góð færi. Það voru að minnsta kosti þrjú færi sem við áttum að gera betur úr. Það var svo mjög fúlt að fá á sig mark úr eina fasta leikatriðinu sem að þær fengu. Við erum vanalega mjög sterkt lið í föstum leikatriðum. Seinni hálfleikurinn var ekki góður af okkar hálfu. Stjarnan var bara betri og þetta var verðskuldaður sigur hjá þeim,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA eftir tap gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Þór/KA

Leikmannahópur Þórs/KA var þunnskipaður í dag og munaði mikið um fjarveru mexíkósku leikmannanna þriggja sem voru kallaðar til æfinga með landsliði sínu og máttu ekki taka þátt í dag.

„Við vissum í þónokkurn tíma að þetta gæti mögulega gerst og vorum búin að vera að berjast við mexíkóska sambandið og FIFA,“ sagði Donni meðal annars og bætti við að Þór/KA hefði ekki mætt nokkrum vilja til að finna sameiginlega lausn á málinu. Þór/KA fer því án þessara lykilmanna í útileikinn erfiða gegn Wolfsburg í Meistaradeildinni í næstu viku.

„Það verður mjög erfitt en virkilega spennandi fyrir allar stelpurnar hérna.“

„Sama hvað gerist þá er ég stoltur af stelpunum. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil heilt yfir. Stabíl tvö ár núna. Við vorum með 44 stig í fyrra og vorum bara þremur stigum frá því núna. Við skoruðum fleiri mörk núna og fengum á okkur færri en í fyrra. Mér fannst liðið vera að bæta sig heilt yfir þrátt fyrir að við yrðum ekki Íslandsmeistarar. Mér fannst Breiðablik bara gera sitt vel,“
sagði Donni og fór í kjölfarið yfir tímabilið hjá Þór/KA. Þar nefndi hann leiki gegn KR og Selfossi sem vissa vendipunkta í titilbaráttunni.“

Fréttir bárust af því um daginn að Donni hefði áhuga á starfi landsliðsþjálfara en hann var spurður út í starfið í Podcast þætti. Við spurðum Donna út í hans framtíð.

„Eins og ég sagði í þeirri útsendingu að flestallir metnaðarfullir þjálfarar hefðu klárlega áhuga á þeirri stöðu. Það var nú ekki beint nein yfirlýsing frá mér, það er nú kannski á misskilningi byggt en það er ekkert að frétta. Ég er þjálfari Þór/KA og er mjög stoltur af því. Ég á eitt ár eftir af mínum samning en hinsvegar sjáum við bara hvað gerist í framhaldinu. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna í tvær vikur og ég vænti þess bara að öllu óbreyttu að vera áfram þjálfari Þór/KA,“ sagði Donni meðal annars en hægt er að hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner