lau 22. september 2018 13:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Mitrovic bjargaði stigi fyrir Fulham gegn Watford
Mitrovic fagnar marki sínu.
Mitrovic fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Fulham 1 - 1 Watford
0-1 Andre Gray ('2 )
1-1 Aleksandar Mitrovic ('78 )

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að klárast. Hádegisleikurinn var á milli Fulham og Watford.

Watford byrjaði betur og kom Andre Gray liðinu á annarri mínútur eftir vandræðgang í vörninni hjá heimamönnum.

Watford var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og fékk tækifæri til að bæta við mörkum. Staðan var þó aðeins 1-0 í hálfleik á Craven Cottage í Lundúnum.

Mitrovic funheitur
Heimamenn komust meira inn í leikinn í seinni hálfleik og jafnaði Aleksandar Mitrovic metin á 78. mínútu, 1-1. Mitrovic hefur verið feykilega sterkur fyrir Fulham síðan hann kom til Newcastle í janúarglugganum á þessu ári.

Hann kom fyrst á láni en eftir flotta frammistöðu í Championship-deildinni keypti Fulham hann fyrir rúmlega 22 milljónir punda. Mitrovic er kominn með 17 mörk fyrir Fulham en á þeim tíma sem hann hefur verið hjá félaginu hefur enginn leikmaður í efstu fjórum deildum Englands skorað fleiri mörk.

Þetta var fimmta mark Mitrovic í ensku úrvalsdeildinni fyrir Fulham.



Þetta reyndist síðasta mark leiksins og lokatölurnar í hádegisleiknum í enska boltanum 1-1.

Hvað þýða úrslitin?
Fulham er í 15. sæti með fimm stig en Watford er komið 13 stig og er í fjórða sæti.

Klukkan 14:00 hefjast sex leikir í ensku úrvalsdeildinni. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin í þessum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner