Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. september 2018 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Ævintýralegur endir - Magni sendi ÍR niður í 2. deild
Magni heldur sér uppi.
Magni heldur sér uppi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sigurður Marinó skoraði sigurmark Magna.
Sigurður Marinó skoraði sigurmark Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR fer niður.
ÍR fer niður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni bjargaði sér á ævintýralegan hátt í Inkasso-deildinni. Fjórir leikir í lokaumferð deildarinnar voru að klárast.

Eftir sigur gegn Selfossi um síðustu helgi þurfti Magni að fara í Breiðholtið og vinna ÍR til að halda sæti sínu í deildinni. Magni byrjaði vel og komst yfir með marki frá Gunnari Örvari Stefánssyni á sjöttu mínútu. ÍR svaraði með tveimur mörkum og komst yfir en Gunnar Örvar jafnaði aftur fyrir hálfleik.

Frábær hálfleikur í Breiðholtinu en eins og staðan var eftir hann þá var Magni á leið niður.

Magni var betri aðilinn í seinni hálfleik og gestirnir frá Grenivík, þeir skoruðu á 78. mínútu. „MAAAAAARK!!! Vinstri bakvörðurinn Siggi Marinó tekur þríhyrning við Krissa Rós og keyrir inn á teiginn, fer framhjá Dóra og smellir boltanum á nær! Er Magni að fara að bjarga sér á ævintýralegan hátt?!?" skrifaði Baldvin Már í beinni textalýsingu á Fótbolta.net

Þetta reyndist lokamark leiksins. Þvílík dramatík! Magni heldur sér uppi en ÍR fer niður með Selfossi.

Þór tryggði sér þriðja sætið
Það var síðasta verk Lárusar Orra Sigurðarsonar sem þjálfara Þórs að sigra Leikni á heimavelli 3-1. Þetta þýðir það að Þór endar í þriðja sæti en Víkingur Ólafsvík í fjórða sæti. Víkingur Ólafsvík kláraði Fram á útivelli, og Njarðvík vann botnlið Selfoss, 2-1.

Njarðvík endar í sjötta sæti sem er frábær árangur hjá nýliðunum. Báðir nýliðarnir halda sér uppi.

ÍR 2 - 3 Magni
0-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('6 )
1-1 Andri Jónasson ('19 )
2-1 Ágúst Freyr Hallsson ('22 )
2-2 Gunnar Örvar Stefánsson ('41 )
2-3 Sigurður Marinó Kristjánsson ('78 )
Lestu nánar um leikinn

Þór 3 - 1 Leiknir R.
1-0 Jóhann Helgi Hannesson ('13 )
2-0 Jakob Snær Árnason ('24 )
2-1 Sólon Breki Leifsson ('27 )
3-1 Alvaro Montejo Calleja ('47 )
Rautt spjald:Ólafur Hrannar Kristjánsson , Leiknir R. ('44)
Lestu nánar um leikinn

Fram 1 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Guðmundur Magnússon ('25 )
1-1 Ástbjörn Þórðarson ('39 )
1-2 Kwame Quee ('82 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Njarðvík 2 - 1 Selfoss
1-0 Kenneth Hogg ('6 )
1-1 Magnús Þór Magnússon ('11 , sjálfsmark)
2-1 Bergþór Ingi Smárason ('78 )
Lestu nánar um leikinn

Klukkan 16:00 hefjast tveir leikir.
Haukar - HK (bein textalýsing)
ÍA - Þróttur R. (bein textalýsing
Athugasemdir
banner
banner