Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 22. september 2018 10:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mendy missir ökuprófið í heilt ár
Mynd: Getty Images
Benjamin Mendy, þessi öflugi bakvörður Manchester City, er búinn að missa ökuréttindi sín og verður án þeirra næsta árið. Hann er kominn með of marga punkta og er hann núna án ökuréttinda.

Málið fór fyrir dómstóla eftir að Mercedes-bifreið hans var mæld á of miklum hraða, fjórum sinnum á tveimur vikum.

Mendy neitar því að hann hafi verið undir stýri en hann var dæmdur í málinu. Að auki var hann sektaður um 2.500 pund (360.000 krónur). Þá þurfti hann að greiða 185 pund (26.000 íslenskar krónur) aukalega í kostnað.

Mendy var ekki viðstaddur þegar dómur var kvaðinn upp.

Þess má geta að geta að tvisar sinnum náðist Mercedes-bifreiðin í hraðakstri á sama degi.

Sjá einnig:
Óvíst hvenær Mendy spilar næst með Manchester City
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner