Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 22. september 2018 17:13
Mist Rúnarsdóttir
Óli G. eftir kveðjuleikinn: Á tímapunkti áttum við alla bikara sem voru í boði á landinu
Óli og þjálfarateymið kveðja Stjörnuliðið með sigri
Óli og þjálfarateymið kveðja Stjörnuliðið með sigri
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Mér fannst þær skila þessu vel. Það var gaman að spila í þessu frábæra veðri sem við höfum verið að bíða eftir í allt sumar. Ég er mjög ánægður með að vinna 2-0 og halda hreinu. Ég er líka ánægður með margt í sumar hjá okkur. Seinni umferðin búin að vera frábær. Ég held við séum búin að skora 24 mörk og fá 5 á okkur. Ef við hefðum spilað svoleiðis í allt sumar værum við að gera eitthvað annað í dag held ég,“ sagði Ólafur Guðbjörnsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur á Þór/KA í lokaleik sínum með liðið en hann gaf það út á dögunum að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Þór/KA

„Þessi fimm ár eru náttúrulega búin að vera frábær. Við erum búin að vinna mótið tvisvar og vinna bikarinn tvisvar, þar að auki tvisvar í viðbót í úrslitum og við höfum komist lengst af öllum í Meistaradeildinni. Á tímapunkti áttum við alla bikara sem voru í boði á landinu,“ sagði Óli um tíma sinn hjá félaginu. Aðspurður segist hann ekkert hafa ákveðið um hvað tekur við hjá honum annað en að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.

„Það er ekkert ákveðið og ég hef ekki rætt við einn eða neinn. Ég ætla að klára þetta og njóta þess að fara í frí. Ég er alveg til í að vera í fríi á næsta ári en ef það kemur eitthvað áhugavert þá skoða ég það. Ég hef ekkert ákveðið nema að eyða aðeins meiri tíma með fjölskyldunni.“

Staða landsliðsþjálfara er laus og Óli sagðist ekkert hafa leitt hugann að því starfi.

„Ég hef bara ekki velt því fyrir mér. Ég ákvað að klára þetta og treysti þeim innfrá til að velja rétt fólk í þetta.“

Óli var að lokum spurður út í fjarveru Telmu Hjaltalín en hún meiddist illa í leik gegn FH í síðustu umferð.

„Því miður sleit Telma krossband í þriðja skipti á sama hnéinu á móti FH. Það er alveg ömurlegt og setur svartan blett á þetta sumar hjá okkur. Bæði þetta og meiðsli Hörpu. Það er ömurlegt að upplifa þetta með leikmanninum og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist í þriðja skiptið. Hún var komin á hrikalega flottan stað og Harpa var það líka. Þetta er það leiðinlegasta við þetta og setur blett á þennan lokapunkt hér í dag og ég er miður mín yfir þessu.“

Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner