Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. september 2018 18:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Markalaust hjá Íslendingunum í Rostov
Sverrir Ingi í baráttunni.
Sverrir Ingi í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Allir fjórir Íslendingarnir sem eru á mála hjá Rostov í Rússlandi spiluðu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Ufa á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni.

Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson byrjuðu leikinn. Viðar Örn Kjartansson kom inn á sem varamaður fyrir Björn Bergmann þegar 20 mínútur voru eftir. Allir þessi leikmenn voru í síðasta landsliðshóp Íslands.

Íslendinganýlendunni Rostov tókst ekki að vinna leikinn, það var ekkert skorað í leiknum.

Þetta er þriðja jafntefli Rostov í röð en liðið er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Zenit sem á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner