lau 22. september 2018 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María best og Alexandra efnilegust í Pepsi-kvenna
Bríet besti dómarinn
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fór fram í dag en það var þegar allt ráðið fyrir lokaumferðina. Breiðablik varð Íslandsmeistari og Grindavík og FH fara niður.

Sjá einnig:
Pepsi-kvenna: Íslandsmeistararnir enduðu á tapi

Strax eftir lokaumferðina birti KSÍ niðurstöður úr kjöri á besta leikmanni deildarinnar, efnilegasta leikmanninum og besta dómaranum.

Það eru leikmenn sem kjósa um verðlaunin.

Besti leikmaðurinn - Sandra María Jessen (Þór/KA)
Sandra María er fyrirliði og algjör lykilmaður í Þór/KA en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar í sumar og er í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hún skoraði 14 mörk í 18 leikjum með Þór/KA og endaði sú þriðja markahæsta.

Sandra María fær afhent verðlaunin á lokahófi Þór/KA þann 28. september næstkomandi.

Efnilegasti leikmaðurinn - Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Hún átti frábært tímabil með Breiðablik og var stór partur í því að liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum. Alexandra var valin í landsliðshóp A kvenna fyrir leikina gegn Þýskalandi og Tékklandi.

Alexandra lék 18 leiki á tímabilinu og skoraði í þeim fimm mörk.

Hún fær verðlaunin afhent á lokahófi liðsins í kvöld, laugardag.

Besti dómarinn - Bríet Bragadóttir
Bríet Bragadóttir er dómari ársins í Pepsi deild kvenna 2018, en það eru leikmenn liða deildarinnar sem velja. Þess má geta að Bríet var einnig dómari ársins árið 2017.

Bríet átti mjög gott tímabil í ár og er vel að útnefningunni komin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner