lau 22. september 2018 11:42
Elvar Geir Magnússon
Sir Alex á leiknum hjá Man Utd í dag - Mættur á Old Trafford
Ferguson við komuna á Old Trafford í morgun.
Ferguson við komuna á Old Trafford í morgun.
Mynd: ManUtd
Sir Alex Ferguson er mættur á Old Trafford og verður viðstaddur þegar Manchester United mætir Wolves klukkan 14:00.

Þetta er fyrsti leikurinn sem hann mætir á síðan hann fór í aðgerð vegna heilablóðfalls í maí.

Ferguson er 76 ára en óttast var um ástand hans eftir heilablóðfallið en hann hefur náð góðum bata og sendi þakkarkveðju í júlí.

Sir Alex hætti sem stjóri United í maí 2013 eftir að hafa unnið 38 bikara á 26 árum við stjórnvölinn. Hann er sigursælasti stjóri í sögu breskrar knattspyrnu. Hann vann úrvalsdeildina þrettán sinnum, Meistaradeildina tvisvar og FA-bikarinn fimm sinnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner