lau 22. september 2018 17:22
Hafliði Breiðfjörð
Telma Hjaltaín sleit krossband í þriðja sinn
Telma Hjaltalín í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Nú er ljóst að hún verður lengi frá keppni með slitið krossband í hné.
Telma Hjaltalín í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Nú er ljóst að hún verður lengi frá keppni með slitið krossband í hné.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það á ekki af Telmu Hjaltaín Þrastardóttur að ganga en nú hefur hún slitið krossband í hné í þriðja sinn og ljóst að hún verður frá fótboltaiðkun langt fram á næstu leiktíð.

Telma sem var valin í landsliðshóp Íslands sem mætti Þýsalandi og Tékklandi í síðasta mánuði hefur verið mjög óheppin með meiðsli undanfarin ár.

„Því miður sleit Telma krossband í þriðja skipti á sama hnéinu á móti FH,"sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur liðsins á Þór/KA í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.

Áður hafði framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir slitið krossband í hné í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðasta mánuði.

„Það er alveg ömurlegt og setur svartan blett á þetta sumar hjá okkur. Bæði þetta og meiðsli Hörpu," sagði Ólafur Þór.

„Það er ömurlegt að upplifa þetta með leikmanninum og ég tala nú ekki um þegar þetta gerist í þriðja skiptið. Hún var komin á hrikalega flottan stað og Harpa var það líka. Þetta er það leiðinlegasta við þetta og setur blett á þennan lokapunkt hér í dag og ég er miður mín yfir þessu.“
Óli G. eftir kveðjuleikinn: Á tímapunkti áttum við alla bikara sem voru í boði á landinu
Athugasemdir
banner
banner
banner