lau 22. september 2018 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Vantaði Alfreð og Aron Jó þegar lið þeirra mættust
Það styttist í endurkomu Alfreðs.
Það styttist í endurkomu Alfreðs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pulisic gerði jöfnunarmark Dortmund.
Pulisic gerði jöfnunarmark Dortmund.
Mynd: Getty Images
Það eru fimm leikir búnir í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Alfreð Finnbogason og Aron Jóhannsson voru báðir meiddir þegar Augsburg fékk Werder Bremen í heimsókn. Svo fór að Werder Bremen hafði betur 3-2 eftir að Augsburg hafði jafnað eftir að liðið lenti 2-0 undir. Davy Klaassen skoraði sigurmark Werder Bremen en hann var keyptur frá Everton í sumar.

Augsburg er í 11. sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki. Werder Bremen er í fjórða sæti með átta stig.

Í þriðja sæti er Borussia Dortmund en Dortmund gerði jafntefli við Hoffenheim í dag. Einum færri jafnaði Dortmund í 1-1 á 84. mínútu. Christian Pulisic skoraði jöfnunarmarkið. Dortmund er í þriðja sæti með átta stig en Hoffenheim er í tíunda sæti með fjögur stig.

Hertha Berlín er á toppi deildarinnar í nokkrar klukkustundir að minnsta kosti, eftir sigur gegn Borussia Mönchengladbach. Freiburg vann Wolfsburg og Nurnberg hafði betur gegn Hannover.

Hér að neðan eru úrslitin í þeim leikjum sem búnir. Klukkan 16:30 hefst leikur Schalke og Bayern München. Bayern fer á topp deildarinnar með sigri.

Hoffenheim 1 - 1 Borussia D.
1-0 Joelinton ('44 )
1-1 Christian Pulisic ('84 )
Rautt spjald:Abdou Diallo, Borussia D. ('75)

Hertha 4 - 2 Borussia M.
0-1 Thorgan Hazard ('29 , víti)
1-1 Vedad Ibisevic ('31 )
2-1 Valentino Lazaro ('34 )
3-1 Vedad Ibisevic ('63 )
3-2 Alassane Plea ('67 )
4-2 Ondrej Duda ('73 )

Augsburg 2 - 3 Werder
0-1 Max Kruse ('34 )
0-2 Maximilian Eggestein ('36 )
1-2 Koo Ja-Cheol ('46 )
2-2 Philipp Max ('47 )
2-3 Davy Klaassen ('75 )

Wolfsburg 1 - 3 Freiburg
0-1 Roland Sallai ('7 )
0-1 Nils Petersen ('21 , Misnotað víti)
0-2 Nils Petersen ('21 )
0-3 Mike Frantz ('50 )
1-3 Admir Mehmedi ('61 )

Nurnberg 2 - 0 Hannover
1-0 Mikael Ishak ('25 )
1-0 Vura ('31 , Misnotað víti)
2-0 Torles Knoll ('77 )
Rautt spjald:Miiko Albornoz, Hannover ('29)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner