Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. september 2018 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útlit fyrir að Sanchez komi inn í stað Martial
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez mun snúa aftur í byrjunarlið Manchester United gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta staðfestir Jose Mourinho á blaðamannafundi í gær.

Anthony Martial og Marcus Rashford spiluðu gegn Young Boys í Meistaradeildinni á miðvikudag. Rashford er í banni í dag og þá er búist við því að Martial fari á bekkinn. Alexis Sanchez mun koma inn og Jesse Lingard væntanlega líka.

„Martial spilaði 90 mínútur og Alexis spilaði núll á miðvikudag," sagði Mourinho.

Sanchez hefur ekki enn skorað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Er hann var spurður að því hvort Sanchez gæti gert betur þá sagði Mourinho: „Allir leikmenn geta gert betur."

Leikur Man Utd og Wolves hefst klukkan 14:00 í dag en leikurinn verður ekki sýndur á Stöð 2 Sport.

Sjá einnig:
Man Utd ekki í beinni á Stöð 2 Sport - Fyrsta skipti í nokkur ár
Athugasemdir
banner
banner