sun 22. september 2019 15:22
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: AIK tapaði mikilvægum leik í toppbaráttunni
Kolbeinn Sigþórsson
Kolbeinn Sigþórsson
Mynd: Getty Images
Sænska liðið Hammarby vann AIK 2-1 er liðin mættust í deildinni í dag en hann var afar mikilvægur fyrir AIK í toppbaráttunni.

Kolbeinn Sigþórsson byrjaði á tréverkinu hjá AIK en hann kom inná á 26. mínútu eftir að Chinedu Obasi meiddist. Átta mínútum síðar nældi Kolbeinn sér í gult spjald.

Vladimir Rodic gerði tvö mörk fyrir Hammarby áður en Karol Mets minnkaði muninn á 68. mínútu. AIK varð fyrir áfalli fimm mínútum eftir markið en þá var Oscar Linner rekinn af velli með sitt annað gula spjald.

Góður 2-1 sigur Hammarby á AIK staðreynd en Hammarby er með 47 stig í 4. sæti á meðan AIK er í 2. sæti með 49 stig. Djurgården, erkifjendur AIK, eru á toppnum með 53 stig.

Aron Jóhannsson var fjarri góðu gamni með Hammarby í dag en hann meiddist gegn Gautaborg á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner