Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 22. október 2018 18:31
Elvar Geir Magnússon
Cristian Martínez yfirgefur KA
Cristian Martínez.
Cristian Martínez.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Cristian Martínez hefur yfirgefið KA en 433.is greinir frá.

Spænski markvörðurinn var eitt tímabil hjá KA eftir að hafa komið frá Víkingi Ólafsvík.

Meiðsli gerðu það að verkum að Martínez spilaði bara tólf leiki í Pepsi-deildinni í sumar.

Hinn tvítugi Aron Elí Gíslason lék tíu leiki og stóð sig vel. Líklegt er að KA sýni honum traustið.

Martínez hefur spilað á Íslandi í þrjú ár en hann kom fyrst til Víkings Ólafsvíkur árið 2015.

Óvíst er hvort hann verði áfram hér á landi en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa íslensk félagslið áhuga á honum, þar á meðal hans fyrrum félag í Ólafsvík.
Athugasemdir
banner
banner