Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. október 2018 21:43
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Arsenal og Leicester: Özil og Aubameyang bestir
Mynd: Getty Images
Arsenal hafði betur gegn Leicester í síðasta leik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Leicester byrjaði betur og komst yfir eftir hálftíma, en eftir opnunarmarkið tóku heimamenn í Arsenal öll völd á vellinum.

Mesut Özil jafnaði undir lok fyrri hálfleiks og átti frábæran leik, en það var Pierre-Emerick Aubameyang sem breytti gangi mála þegar hann kom af bekknum á 61. mínútu.

Fimm mínútum síðar var sóknarmaðurinn frá Gabon búinn að skora tvö mörk og svo gott sem innsigla sigur Arsenal.

Enginn leikmaður í liði Leicester stóð uppúr í leiknum, betra liðið vann og endurspeglar einkunnagjöf Sky Sports það fullkomlega.

Arsenal er með 21 stig og er tveimur stigum frá toppliðunum. Leicester er um miðja deild með 12 stig.

Arsenal: Leno (6), Bellerin (7), Mustafi (6), Holding (6), Lichtsteiner (6), Mkhitaryan (6), Torreira (7), Xhaka (6), Ozil (8), Iwobi (7), Lacazette (6)
Varamenn: Guendouzi (6), Aubameyang (8), Ramsey (5)

Leicester: Schmeichel (5), Amartey (5), Evans (5), Maguire (5), Chilwell (6), Pereira (5), Mendy (5), Ndidi (6), Maddison (5), Iheanacho (6), Vardy (5)
Varamenn: Albrighton (5), Ghezzal (5), Okazaki (5)
Athugasemdir
banner
banner