Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. október 2018 16:29
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimildir KA 
Elfar Árni búinn að framlengja við KA
Elfar áfram með KA.
Elfar áfram með KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson hefur framlengt samningi sínum um tvö ár.

Elfar Árni sem er 28 ára gamall kom fyrst til KA fyrir sumarið 2015 og hefur því leikið fjögur tímabil með liðinu, þar af tvö síðustu í Pepsi-deildinni.

Með KA hefur Elfar skorað 39 mörk í 93 leikjum í deild og bikar auk þess sem hann hefur lagt upp ófá mörkin fyrir liðsfélaga sína.

Í sumar skoraði hann fimm mörk í 21 leik fyrir KA í Pepsi-deildinni.

„Það eru miklar gleðifregnir að halda honum áfram innan okkar raða enda er hann flottur karakter utan vallar auk þess að vera magnaður leikmaður á vellinum," segir á heimasíðu KA.

„Við hlökkum til að sjá Elfar Árna aftur á vellinum þegar fótboltinn fer aftur af stað og ætlumst áfram mikils af þessum flotta leikmanni."

KA hafnaði í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Óli Stefán Flóventsson var ráðinn sem nýr þjálfari liðsins eftir tímabilið.


Athugasemdir
banner
banner