mán 22. október 2018 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lacazette: Skiptir ekki máli hver skorar mörkin
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette var tekinn í viðtal af Sky Sports þar sem hann ræddi um frábært samband sitt við Pierre-Emerick Aubameyang.

Sóknarmennirnir spila saman hjá Arsenal og var Lacazette keyptur fyrst. Frakkinn kom fyrir metfé síðasta sumar en metið var slegið aftur þegar Aubameyang kom hálfu ári síðar.

Þeir eru báðir iðnir við markaskorun og virðist Unai Emery vera búinn að finna formúlu sem gerir þeim kleift að spila saman í öflugri sóknarlínu Arsenal.

„Við erum mjög góðir vinir og erum í mikilli samkeppni á æfingum, sem gerir okkur báða að betri leikmönnum," sagði Lacazette.

„Við erum samt ekki í samkeppni inná vellinum. Ef Auba skorar 40 mörk og við náum Meistaradeildarsæti og vinnum titil þá verð ég himinlifandi. Það eina sem við viljum gera er að vinna titla, það skiptir ekki máli hver skorar mörkin.

„Við náum ótrúlega vel saman inná vellinum, við hlæjum og grínumst mikið en leggjum líka mikla vinnu inn."


Arsenal er búið að vinna níu leiki í röð en síðasti leikur var 1-5 sigur gegn Fulham á Craven Cottage.

„Við finnum fyrir því að stuðningsmenn eru ánægðari. Við erum að vinna leiki, skora mikið af mörkum og hafa gaman."

Arsenal tekur á móti Leicester í kvöld og byrjar Lacazette fremstur. Aubameyang er á bekknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner