Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. október 2018 13:42
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Ianni á ekki skilið að vera rekinn
Jose Mourinho, stjóri United.
Jose Mourinho, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að fólk hafi gengið of langt í gagnrýni sinni á Marco Ianni, aðstoðarþjálfara Chelsea.

Phil Neville sagði að Ianni ætti skilið að vera rekinn en Mourinho er ekki sammála því.

Chelsea jafnaði í uppbótartíma gegn United um helgina og Ianni fagnaði markinu af ákefð fyrir framan Mourinho. Portúgalski stjórinn missti stjórn á skapi sínu í kjölfarið og hafa margir sýnt honum skilning.

Mourinho fékk afsökunarbeiðni frá Ianni og Maurizio Sarri.

„Ég vil þakka Sarri fyrir hreinskilni hans. Ég vil líka þakka Chelsea fyrir viðbrögðin. En ég er ekki ánægður með hversu langt umræðan hefur farið um þennan unga þjálfara," sagði Mourinho á fréttamannafundi í dag.

„Hann á þessa umræðu ekki skilið, hann á ekki skilið að vera rekinn. Ég hef meðtekið afsökunarbeiðnirnar."
Athugasemdir
banner
banner