mán 22. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Námskeið hjá Knattspyrnuakademíu Norðurlands í nóvember
Sandra María Jessen er partur af öflugu þjálfarateymi.
Sandra María Jessen er partur af öflugu þjálfarateymi.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Knattspyrnuakademía Norðurlands kynnir fótboltanámskeið fyrir krakka í 3-5. flokki karla og kvenna.

Hvert námskeið inniheldur 6 fótboltatíma í Boganum á Akureyri auk fyrirlesturs. Tímarnir eru frá kl 06:15 – 07:15 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga og boðið er upp á morgunmat. Fyrirlesturinn verður haldinn á miðvikudagskvöldinu í seinni vikunni.

Þjálfarar eru eftirfarandi og allir hafa þeir mikla menntun reynslu af þjálfun barna og unglinga.
Skólastjóri: Þórólfur Sveinsson. Þjálfar yngriflokka hjá Þór.
Halldór Jón Sigurðsson „Donni“ . Aðalþjálfari kvennaliðs Þór/KA.
Andri Albertsson. Yfirþjálfari yngriflokka hjá Þór og aðstoðarþjálfari kvennaliðs Þór/KA.
Sveinn Þór Steingrímsson. Aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá KA.
Sandra María Jessen. Landsliðskona og leikmaður kvennaliðs Þór/KA. Þjálfar hjá KA.
Hallgrímur Jónasson. Fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður í fótbolta. Spilar með KA og stýrir afreksþjálfun í félaginu.

Námskeiðin eru haldin á eftirfarandi dögum:
Stelpur: 5 – 15 nóv.
Strákar: 19 – 29 nóv.

Hvert námskeið tekur 50 krakka og fyrstir koma fyrstir fá.
Verð 12.500 kr.

Skráningar sendast á: [email protected]
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
Nafn og kennitala barns ásamt núverandi félagi.
Nafn, kennitala og símanúmer greiðanda.

Nánari upplýsingar veitir Þórólfur Sveinsson í síma 891 9081.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner