mán 22. október 2018 11:22
Elvar Geir Magnússon
Phil Neville: Ég myndi reka Ianni
Það var allt á suðupunkti.
Það var allt á suðupunkti.
Mynd: Getty Images
Phil Neville kallar eftir því að Chelsea reki Marco Ianni úr þjálfarateyminu eftir óviðunandi hegðun hans í blálokin á 2-2 leik Chelsea og Manchester United.

Sjá einnig:
Hver er Marco Ianni sem fagnaði fyrir framan Mourinho?

Chelsea jafnaði í uppbótartíma og Ianni fagnaði markinu af ákefð fyrir framan Jose Mourinho, stjóra Manchester United.

Mourinho fékk afsökunarbeiðni frá Ianni og Maurizio Sarri og sagði að málinu væri lokið.

„Það er enginn klassi yfir því sem hann gerði og þetta var til skammar. Þetta er óafsakanleg hegðun. Mourinho á enga sök, gaurinn hljóp og fagnaði í andlitinu á honum," segir Neville.

„Ef ég væri Maurizio Sarri þá myndi ég kalla þennan gaur inn á skrifstofu og reka hann frá félaginu."

Sarri sagði eftir leikinn að hann myndi ræða við Ianni en enska knattspyrnusambandið á eftir að fara yfir skýrslu dómarans áður en ákveðið verði hvort brugðist verði við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner